háskólastress... háskóla rugl...

Jæja nú er ég búin að vera alveg á fullu að sækja um í háskólanum... Er að fara a taugum, því einungis komast 80 einstaklingar inn... ég verð að vera ein af þeim...:/

ég er sammt alveg að verða vitlaus á þessarri umsókn... það er nánast að þú þurfir að segja hvenar þú fórst seinast á klósettið.. hehe þetta þarf að vera svo rosalega nákvæmt..

en allavegana, ég er búin að skrifa um það hversvegna, ég vil endilega stunda lögfræðinám, ég er búina að skrifa um allt sem ég hef gert og hvaða nám ég hef tekið. ég er einnig búin að tjá mig um það hvers vegna þessi skóli en ekki einhver annar... svo ég held ég sé búin að koma þessu öllu niður á blað. á bara eftir að setja þettta allt upp í betra, formlegra mál...

þannig að... síðan fæ ég ekki svar fyrr en á milli 25 og 30 júní... og ég þoli ekki að bíða, þetta er alveg að fara með mig... 

en ég ætla að setja hérna fyrir neðan verkefni sem ég gerði haustið 2007 með vinkonu minni þegar við vorum í viðskiptalögfræði... plz viljið þið segja mér hvort þetta verkefni sé nógu gott til að senda með, hvort þetta síni eitthvað áhuga minn á þessu sviði... og PLZ vera gagngrínin... ekki fela skoðanir, þetta snýst jú eftir allt um framtíð mína í háskólanum:p

 

 

Er pottur brotinn í stjórnaskrá Íslendinga

Í 49. gr. Stjórnarskráar er kveðið á um, að á meðan Alþingi er að störfum má ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald, eða höfða mál á móti honum án samþykkis þingsins, nema hann sé staðinn að glæp. Enginn Alþingismaður verður krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt á þinginu, nema Alþingi leyfi.

65. gr. Stjórnarskrárinnar fjallar um jafnrétti, þ.e. allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

Ef allir eiga að vera jafnir fyrir lögum, hvernig stendur þá á því að Alþingismenn séu friðhelgir þessi fjögur ár sem þeir sitja þing. Er stjórnasrkáin að brjóta á sjálfri sér? Njóta alþingismenn meiri réttinda en hinn almenni borgari? Ef svo er, hvaða réttindi hafa þeir umfram aðra þegna þjóðfélagsins, hvað varðar stöðu þeirra sem alþingsmenn. Þeir fá hærri ellilífeyri, þeir hafa rétt til þess að hefja töku hans fyrr en aðrir, auk þess að geta farið á eftirlaun og haldið áfram störfum á almennum vinnumarkaði án þess að skerðing hljótist af.  Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum!

Á  Alþingi Íslendinga, eru sett m.a. fjárlög, þar sem kveðið er á um hve miklu skal eyða hvert ár í menntamál, heilbrigðismál, samgöngur (ferjur), ráðstöfunarfé hvers ráðuneitis og fleiri málaflokka. Við innkaup ríkisins þurfa að vera til staðar fjármunir eða fjárheimildir til greiðslu á vörum, verkum og þjónustu. Almennt tekur forstöðumaður stofnunar ákvörðun um slík innkaup í samræmi við heimildir sínar. Þrátt fyrir að þetta séu fjárlög sem eru sett á hinu háa Alþingi, af alþingismönnum, brjóta alþingismenn þessi lög ár eftir ár, án þess að þurfa að svara fyrir brot sín. (Má þá nefna Grímseyjarferjumálið.)

Hinn almenni borgari þarf að fara eftir settum reglum og ef þeim verður á að brjóta einhverjar þeirra, þurfa þeir að svara fyrir brot sitt. Hvernig er þessu háttað þegar til afplánunnar alþingismanna kemur. Við vitum að alþingismaður hefur þurft að afplána dóm á Íslandi og sú afplánun vekur upp þá spurningu hvort hann hafi notið meiri réttinda en hinn almenni fangi. Það kom þannig fyrir sjónir almennings að hann hefði meiri möguleika á að vinna í sínum persónulegu málum innan fangelsisveggjanna, má m.a. nefna flutning stórgrýtis vegna listsköpunnar sinnar og endurnýjunar á rúmum í fangaklefum.  Hann gerði margt gott fyrir fangelsisstofnaunina á meðan hann dvaldi innan fangelsismúranna og á hrós skilið fyrir það. En hvað sem því líður, þá var hann fangi og ekki í hans verkahring að sjá um þessi málefni. Bendir þetta ekki til þess að hann hafi haft meira frelsi en aðrir fangar? Þar sem dvölin kom út eins og heilsuhæli en ekki betrunarhæli, eru þá einhverjar líkur á því að hann hafi yðrast gjörða sinna, því ef svo er, eiga þá ekki allir fangar rétt á þessu? Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum!

Þeir sem kosnir eru til Alþingis eru í því lykilhlutverki að vera fyrirmyndir þegna samfélagsins. Hér hefur aðeins verið fjallað um örfá atriði sem stangast á við að allir séu jafnir fyrir lögum, samkvæmt stjórnaskrá. Það virðist því pottur vera brotinn. Það er spurning hvort ekki þurfi að þrengja lagarammann á þeim forsendum að alþingismenn eru eflaust að misnota vald sitt. Er stjórnaskráin barn síns tíma?

 

óver and át

knudsen:D

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband